Avant á Íslandi Vélaborg Landbúnaður ehf.

 

Avant vélar hafa í mörg ár verið fluttar inn af Vélaborg ehf og síðan Vélaborg Landbúnaði ehf. frá árinu 2010.

Við erum með tvær sölustöðvar á Íslandi, að Krókhálsi 5F í Reykjavík og Baldursnesi 2 á Akureyri.

Avant hefur upp á að bjóða margar stærðir og gerðir af vélum og gríðarlegt úrval aukatækja. Við höfum lagt áherslu á að hafa sem mest til sýnis af þessum vörum frá Avant í Reykjavík en einnig margar tegundir véla á Akureyri.

Árlega seljast um 20–30 nýjar Avant vélar á Íslandi og mjög erfitt er að fá notaðar Avant vélar, sökum vinsælda þeirra. Helstu notendur Avant vinnuvéla eru bændur, verktakar og bæjarfélög en einnig hefur sala til hobbý-kalla, aukist mikið.

Hjá Vélaborg Landbúnaði ehf. starfa að jafnaði um 25 manns og við erum með samstarfssamninga við yfir 20 þjónustuverkstæði, allt í kringum Ísland sem sjá um að þjónusta þær vélar og tæki sem við seljum.

Markaðshlutdeild Avant á Íslandi í þessum vélaflokki var 50% árið 2014 og 40% árið 2015 og með því staðfest að Avant er lang vinsælasta fjölnotavélin á Íslandi í dag.